Alcoa Job - 50478452 | CareerArc
  Search for More Jobs
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Director
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Alcoa Fjarðaál leitar að einstaklingi með frumkvæði og reynslu til að slást í hóp með okkur í hlutverki rekstrarstjóra viðhalds. Rekstrarstjóri viðhalds mun bera ábyrgð á skilvirkri stjórnun og umsjón aðfanga viðhaldsáætlunarteymis, stuðla að sjálfbærni framleiðslu og kostnaðareftirliti og tryggja skilvirka stjórnun eAM eignastýringarkerfisins.

Hlutverk og ábyrgð

  • Stuðlar að því að ná fram sjálfbærni í framleiðslu og kostnaðarstjórnun með því að greina og innleiða endurbætur á búnaði og verkferlum.
  • Ber ábyrgð á öllum daglegum aðgerðum, þ.m.t. öryggi, umhverfi, fólki, stjórnun búnaðar, fjárhagsáætlunargerð og kostnaðareftirliti.
  • Kemur á, bætir og fylgist með vinnustöðlum meðlima í viðhaldsáætlunarteyminu.
  • Veitir viðhaldsstjóra sérstakar kostnaðarupplýsingar til að aðstoða við að þróa kostnaðaráætlanir fyrir viðhald.
  • Þróar og innleiðir framkvæmdaáætlanir til að tryggja að áætlanir og niðurstöður deildar og álversins í heild nái fram að ganga.

Færni og reynsla:

  • Sannanlegur árangur í stjórnun, öryggismálum, kostnaðareftirliti og breytingastjórnun.
  • Nokkurra ára reynsla í rekstri annaðhvort vélfræði- eða rafmagnsbúnaðar með mikilli áherslu á skipulagningu og tímasetningu.
  • Heilbrigðis- og öryggisstjórnunarþekking.
  • Hæfni í verkefnastjórnun.
  • Virkur leiðtogi með frumkvæði og sterkan bakgrunn í viðhaldsáætlanagerð.

Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem starfar allan sólarhringinn. Við vinnum saman að því að skapa útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður upp á samkeppnishæf laun, viðráðanlegan vinnutíma og framúrskarandi starfsmannaaðstöðu. Öryggi og heilsa eru alltaf forgangsmál okkar og við bjóðum upp á næg tækifæri til þjálfunar, menntunar og faglegrar þróunar.

Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.

Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Björg Pétursdóttir, framkvæmdastjóri viðhalds í tölvupósti SvanhildurBjorg.Petursdottir@alcoa.com

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og jafnréttislög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Umsóknir er að finna á www.alcoa.is

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 11. október.

-----------------------------------------------------------------------

We are seeking a proactive and experienced Planning Superintendent to join our team. The ideal candidate will be responsible for providing effective leadership and management of the maintenance planning team resources, contributing to achieving manufacturing sustainability and cost control, and ensuring the effective management of the eAM Asset Management System.

Roles and Responsibilities:

  • Contribute to achieving manufacturing sustainability and cost control by identifying and implementing improvements on equipment and work procedures.
  • Be accountable for all day-to-day functions including safety, environment, people, equipment management, budgeting, and cost control.
  • Establish, improve, and monitor work standards of the planning team members.
  • Provide specific cost information to the Maintenance Manager to assist in developing the maintenance planning budget.
  • Develop and implement plans to ensure that Department and Plant strategies and outcomes are delivered.

Skills and Experience:

  • Demonstrable success in leadership, safety, cost control, and change management practices.
  • Several years experience in either the Mechanical or Electrical/Instrument discipline with a strong bias towards planning & scheduling activities.
  • Health & safety management expertise.
  • Project management skills.
  • Proactive leader with a strong background in maintenance planning.

Alcoa Fjarðaál is a large and vibrant workplace that operates around the clock. We work together to create export value in a safe and responsible manner, 24 hours a day, every day of the year. Alcoa Fjarðaál offers competitive wages, manageable work schedules, and excellent staff facilities. Safety and health are always our top priorities, and we provide ample opportunities for training, education, and professional development.

Alcoa's values are integrity, excellence, care, and courage.

More information is available from Svanhildur Björg Pétursdóttir, Maintenance Manager, by e-mail at SvanhildurBjorg.Petursdottir@alcoa.com

In accordance with Alcoa Fjarðaál's Equal Employment Opportunity Policy and the Icelandic Gender Equality Act No. 150/2020, individuals of all genders are encouraged to apply.

For applications, please refer to www.alcoa.is

The application deadline is up to and including the 11th of October.

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website