Back to Search Results
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Entry Level
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum vinnuvistfræðingi til að ganga til liðs við umhverfis-, heilsu- og öryggisteymið okkar. Starfið felur í sér að þróa og innleiða vinnuvistfræðileg úrræði sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna.

Helstu verkefni:

  • Greining á vinnuaðstæðum og ráðgjöf um úrbætur í vinnuumhverfi.
  • Þróun og framkvæmd forvarna- og heilsueflingarverkefna í samstarfi við heilsugæslu Alcoa.
  • Fræðsla og þjálfun starfsmanna í vinnuvistfræði og líkamsbeitingu.
  • Samvinna við aðrar deildir til að tryggja heildræna nálgun á heilsuvernd.

Hæfniskröfur:

  • Menntun í vinnuvistfræði, sjúkraþjálfun eða skyldum greinum.
  • Reynsla af vinnuvistfræðilegri greiningu og ráðgjöf er kostur.
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Starfið heyrir undir UHÖ og vinnur náið með heilsugæslu að heilsutengdum verkefnum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að skapa öruggara og heilbrigðara vinnuumhverfi, þá viljum við heyra frá þér!

Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.

Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.

Frekari upplýsingar veitir Kolfinna Finnsdóttir í tölvupósti kolfinna.finnsdottir@alcoa.com.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.Alcoa.is.

Umsóknarfrestur er til 15 September 2025.

_______________________________________________________________________

We are seeking a dedicated and proactive Ergonomist to join our environment, health & safety team. This role focuses on developing and implementing ergonomic solutions that promote employee health and well-being.

Key Responsibilities:

  • Assess workplace conditions and provide recommendations for ergonomic improvements.
  • Develop and implement preventive health and wellness initiatives in collaboration with the Alcoa health department.
  • Conduct training and education sessions on ergonomics and proper body mechanics.
  • Work closely with other departments to ensure a holistic approach to occupational health.

Qualifications:

  • Degree in Ergonomics, Physiotherapy, or a related field.
  • Experience in ergonomic assessments (REBA, RULA, Snook tables,...) and consulting is an advantage.
  • Strong communication skills and ability to work effectively in a team.
  • Initiative and independence in task execution.

The position reports to the EHS Department and works closely with the health department on health-related programs.

If you're passionate about creating safer and healthier workplaces, we'd love to hear from you!

For further details, please contact Kolfinna Finnsdóttir via email at kolfinna.finnsdottir@alcoa.com.

In accordance with Alcoa Fjarðaál's equality policy and law no. 150/2020, individuals of all genders are encouraged to apply.

You can apply for the position at www.Alcoa.is.

The application deadline is September 15, 2025.

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website